Gervigreind í viðskiptalausnum
APRÓ býður til spennandi heilsdagsráðstefnu þar sem farið verður yfir allt sem þarf til að innleiða gervigreind í fyrirtækjarekstur á öruggan og farsælan hátt. Þetta er einstakt tækifæri til að raunverulega skilja hvernig hægt er að nýta gervigreind til að auka virði og vöxt fyrirtækisins.
Innblástur frá Norðurlöndunum
Leiðandi erlendir sérfræðingar í innleiðingu gervigreindar ásamt leiðtogum í íslensku atvinnulífi munu koma saman og fara m.a. yfir tæknilega eiginleika gervigreindar í viðskiptalausnum, veita innsýn inn í tækifæri sem því fylgja ásamt því að sýna dæmi frá velheppnuðum innleiðingum gervigreindar hjá fjölda fyrirtækja á Norðurlöndunum.