Speaker-image-06
Speaker-image-06
Speaker-image-06

Björgvin Ingi Ólafsson

Deloitte

Björgvin Ingi Ólafsson er meðeigandi hjá Deloitte á Íslandi og hefur víðtæka reynslu í stefnumótun, ráðgjöf og rekstri. Hann er með MBA gráðu frá Kellogg School of Management við Northwestern University og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. 

Áður starfaði Björgvin Ingi meðal annars sem framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka, fjármálastjóri hjá Meniga og sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company. 

Hjá Deloitte hefur Björgvin meðal annars leitt svið stefnumótunar og rekstrarráðgjafar og tekið þátt í þróun tæknilausna og ráðgjafarþjónustu fyrir íslensk og alþjóðleg fyrirtæki. Björgvin hefur sérstakan áhuga á gervigreind, máltækni og þróun stórra mállíkana. Hann var formaður stýrihóps ráðherra um smíði máltækniáætlunar 2.0 (sjá skýrslu) og situr í stjórn Almannaróms, sjálfseignarstofnunar sem gegnir hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi.

Björgvin Ingi hefur komið að ýmsum stefnumótandi gervigreindardrifnum verkefnum hjá Deloitte, m.a. nýlega fyrir ríkisstjórn Íslands þar sem gervigreindardrifin sviðsmyndagreining var unnin um mögulega þróun framtíðar Grindavíkur (sjá skýrslu).

LinkedIn

Skráðu þig á póstlista

Urðarhvarf 8b,
203 Kópavogur

apro@apro.is

(+345) 422 4000

APRÓ @ Allur réttur áskilinn

Skráðu þig á póstlista

Urðarhvarf 8b,
203 Kópavogur

apro@apro.is

(+345) 422 4000

APRÓ @ Allur réttur áskilinn

Skráðu þig á póstlista

Urðarhvarf 8b,
203 Kópavogur

apro@apro.is

(+345) 422 4000

APRÓ @ Allur réttur áskilinn