Björgvin Ingi Ólafsson
Deloitte
Björgvin Ingi Ólafsson er meðeigandi hjá Deloitte á Íslandi og hefur víðtæka reynslu í stefnumótun, ráðgjöf og rekstri. Hann er með MBA gráðu frá Kellogg School of Management við Northwestern University og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.
Áður starfaði Björgvin Ingi meðal annars sem framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka, fjármálastjóri hjá Meniga og sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company.
Hjá Deloitte hefur Björgvin meðal annars leitt svið stefnumótunar og rekstrarráðgjafar og tekið þátt í þróun tæknilausna og ráðgjafarþjónustu fyrir íslensk og alþjóðleg fyrirtæki. Björgvin hefur sérstakan áhuga á gervigreind, máltækni og þróun stórra mállíkana. Hann var formaður stýrihóps ráðherra um smíði máltækniáætlunar 2.0 (sjá skýrslu) og situr í stjórn Almannaróms, sjálfseignarstofnunar sem gegnir hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi.
Björgvin Ingi hefur komið að ýmsum stefnumótandi gervigreindardrifnum verkefnum hjá Deloitte, m.a. nýlega fyrir ríkisstjórn Íslands þar sem gervigreindardrifin sviðsmyndagreining var unnin um mögulega þróun framtíðar Grindavíkur (sjá skýrslu).